Leikmaður Atalanta orðaður við Man Utd - Ferguson gæti farið til West Ham - Liverpool og PSG reyna við Cherki
banner
   fös 20. desember 2024 18:00
Elvar Geir Magnússon
Draumurinn rættist loks eftir fjórtán ára bið
Vítor Pereira á æfingu hjá Úlfunum.
Vítor Pereira á æfingu hjá Úlfunum.
Mynd: Getty Images
Vítor Pereira, nýr stjóri Wolves, segist hafa verið að elta þann draum að starfa í ensku úrvalsdeildinni síðustu fjórtán ár. Hann var í gær kynntur sem stjóri Úlfanna og gerði átján mánaða samning.

Portúgalinn hefur í nokkur skipti verið nálægt því að taka við Everton en komst ekki yfir endalínuna.

„Síðustu fjórtán ár ferilsins hefur markmið mitt verið að taka við liði í ensku úrvalsdeildinni. Til að keppa við bestu stjórana þurfti ég að fara í bestu deildina," segir Pereira sem hefur víða komið við.

„Ég hef rætt við félög á Englandi en Úlfarnir tóku skrefið alla leið."

Wolves er í næst neðsta sæti í ensku úrvalsdeildinni og hefur tapað fjórum síðustu leikjum. Fyrsti leikur liðsins með Pereira við stjórnartaumana verður gegn Leicester á sunnudag, liði sem er tveimur sætum og fimm stigum fyrir ofan.

Pereira er 56 ára og hefur þjálfað í fimm löndum en aðeins einu sinni verið meira en tvö ár hjá sama félaginu. Þetta er fyrsta starf hans í ensku úrvalsdeildinni.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 15 11 3 1 31 13 +18 36
2 Chelsea 16 10 4 2 37 19 +18 34
3 Arsenal 16 8 6 2 29 15 +14 30
4 Nott. Forest 16 8 4 4 21 19 +2 28
5 Man City 16 8 3 5 28 23 +5 27
6 Bournemouth 16 7 4 5 24 21 +3 25
7 Aston Villa 16 7 4 5 24 25 -1 25
8 Fulham 16 6 6 4 24 22 +2 24
9 Brighton 16 6 6 4 26 25 +1 24
10 Tottenham 16 7 2 7 36 19 +17 23
11 Brentford 16 7 2 7 32 30 +2 23
12 Newcastle 16 6 5 5 23 21 +2 23
13 Man Utd 16 6 4 6 21 19 +2 22
14 West Ham 16 5 4 7 21 29 -8 19
15 Crystal Palace 16 3 7 6 17 21 -4 16
16 Everton 15 3 6 6 14 21 -7 15
17 Leicester 16 3 5 8 21 34 -13 14
18 Ipswich Town 16 2 6 8 16 28 -12 12
19 Wolves 16 2 3 11 24 40 -16 9
20 Southampton 16 1 2 13 11 36 -25 5
Athugasemdir
banner