Reece James er mættur aftur á liðsæfingar hjá Chelsea og tekur þessa dagana þátt í hluta af þeim en hann nálgast endurkomu á völlinn eftir meiðsli.
Enzo Maresca, stjóri Chelsea, lofar því ekki að hann verði klár í að spila á sunnudag gegn Everton. James þarf að vinna sig upp í leikform.
Enzo Maresca, stjóri Chelsea, lofar því ekki að hann verði klár í að spila á sunnudag gegn Everton. James þarf að vinna sig upp í leikform.
James hefur verið afskaplega óheppinn með meiðsli á sínum ferli og er Transfermarkt með skráð 20 meiðsli sem hann hefur glímt við frá sumrinu 2019. Hann hefur alls misst af 137 leikjum á síðustu fimm árum vegna meiðsla.
James hefur þegar misst af 19 leikjum á þessu tímabili og einungis komið við sögu í fjórum leikjum. James er 25 ára og er fyrirliði Chelsea.
Athugasemdir