Leikmaður Atalanta orðaður við Man Utd - Ferguson gæti farið til West Ham - Liverpool og PSG reyna við Cherki
   fös 20. desember 2024 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrirliði Chelsea snýr aftur til æfinga - Misst af ótrúlegu magni leikja á síðustu fimm árum
Mynd: Getty Images
Reece James er mættur aftur á liðsæfingar hjá Chelsea og tekur þessa dagana þátt í hluta af þeim en hann nálgast endurkomu á völlinn eftir meiðsli.

Enzo Maresca, stjóri Chelsea, lofar því ekki að hann verði klár í að spila á sunnudag gegn Everton. James þarf að vinna sig upp í leikform.

James hefur verið afskaplega óheppinn með meiðsli á sínum ferli og er Transfermarkt með skráð 20 meiðsli sem hann hefur glímt við frá sumrinu 2019. Hann hefur alls misst af 137 leikjum á síðustu fimm árum vegna meiðsla.

James hefur þegar misst af 19 leikjum á þessu tímabili og einungis komið við sögu í fjórum leikjum. James er 25 ára og er fyrirliði Chelsea.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner