Leikmaður Atalanta orðaður við Man Utd - Ferguson gæti farið til West Ham - Liverpool og PSG reyna við Cherki
   fös 20. desember 2024 20:21
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fyrirliði Milan á förum - Como sýnir honum mikinn áhuga
Davide Calabria
Davide Calabria
Mynd: EPA
Ítalskir fjölmiðlar greina frá því að Davide Calabria, fyrirliði AC Milan, sé á förum frá félaginu.

Samningur hans við félagið rennur út næsta sumar og er talið að Como verði næsti áfangastaður hægri bakvarðarins.

Calabria er aðalfyrirliði liðsins en eftir komu Emerson Royal frá Tottenham í sumar hefur hann ekki fengið að spila mikið og hefur Theo Hernandez oftar en ekki borðið fyrirliðabandið.

Como hefur verið í viðræðum við Milan og Calabria en hann gæti fært sig um set í janúar fyrir litla upphæð eða farið á frjálsri sölu næsta sumar.
Athugasemdir
banner