Leikmaður Atalanta orðaður við Man Utd - Ferguson gæti farið til West Ham - Liverpool og PSG reyna við Cherki
   fös 20. desember 2024 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Hækka verðlaunaféð á EM um 125%
Mynd: KSÍ
UEFA hefur tilkynnt verulega hækkun á verðlaunaféinu sem stendur til boða á EM kvenna 2025.

Íslenska landsliðið tekur þátt í Evrópumótinu og mun því njóta góðs af hækkuninni eins og aðrar þátttökuþjóðir.

Heildarupphæðin sem verður í verðlaunafé á EM 2025 hljóðar upp á 41 milljón evra, sem er 125% hækkun frá því verðlaunafé sem stóð til boða á EM 2022.

Upphæðir sem þjóðir fá fyrir þátttöku á mótinu verða hærri en áður, ásamt því að fótboltafélög leikmanna sem taka þátt fá hærri skaðabætur en áður. UEFA ábyrgist þá að leikmenn fái hluta verðlaunafésins í vasana.
Athugasemdir
banner
banner
banner