Leikmaður Atalanta orðaður við Man Utd - Ferguson gæti farið til West Ham - Liverpool og PSG reyna við Cherki
   fös 20. desember 2024 22:17
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hákon spilaði í naumum bikarsigri gegn liði í þriðju deild
Mynd: Getty Images
Hákon Arnar Haraldsson byrjaði á bekknum þegar Lille vann nauman sigur á Rouen í franska bikarnum í kvöld.

Rouen leikur í þriðju efstu deild en Lille átti í vandræðu með að koma boltanum í netið. Eina mark leiksins kom eftir rúmlega tuttugu mínútur þegar hinn 34 ára gamli Ismaily skoraði eftir undirbúning Jonathan David.

Hákon spilaði síðasta stundafjórðunginn og fékk tækifæri að bæta við öðru marki en skot hans hitti ekki rammann. Liðið er komið í 32-liða úrslit með þessum sigri.

Helgi Fróði Ingason spilaði 70 mínútur þegar Helmond tapaði 3-1 gegn varaliði Utrecht í næst efstu deild í Hollandi. Helmond er í 8. sætimeð 31 stig eftir 20 umferðir en liðið hefur aðeins nælt í fjögur stig í síðustu átta leikjum.

Atli Barkarson var ónotaður varamaður þegar Waregem vann 3-0 ggen varaliði Club Brugge í næst efstu deild í Belgíu. Liðið er á toppnum með 37 stig eftir 15 umferðir.

Birkir Bjarnason kom inn á sem varamaður undir lokin þegar Brescia gerði markalaust jafntefli gegn Salernitana í næst efstu deild á Ítalíu. Brescia er með 21 stig eftir 18 umferðir í 10. sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner