Haukur Hinriksson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Víkings en þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.
Haukur tekur við stöðunni af Haraldi Haraldssyni sem hefur verið framkvæmdastjóri Víkings undanfarin fjórtán ár.
Haukur sem er 34 ára hefur starfað sem yfirlögfræðingur KSÍ undanfarin níu ár.
„Við erum gríðarlega ánægð með þessa ráðningu og bjóðum Hauk hjartanlega velkominn til Víkings. Haukur var valinn úr hópi margra mjög hæfra einstaklinga sem sóttu um stöðuna í mjög faglegu ferli sem félagið fór í við val á framkvæmdarstjóra," segir Björn Einarsson, formaður Víkings, í tilkynningunni.
Haukur tekur við stöðunni af Haraldi Haraldssyni sem hefur verið framkvæmdastjóri Víkings undanfarin fjórtán ár.
Haukur sem er 34 ára hefur starfað sem yfirlögfræðingur KSÍ undanfarin níu ár.
„Við erum gríðarlega ánægð með þessa ráðningu og bjóðum Hauk hjartanlega velkominn til Víkings. Haukur var valinn úr hópi margra mjög hæfra einstaklinga sem sóttu um stöðuna í mjög faglegu ferli sem félagið fór í við val á framkvæmdarstjóra," segir Björn Einarsson, formaður Víkings, í tilkynningunni.
„Haukur þekkir vel til íþróttalífs hér á landi eftir farsælt starf hjá KSÍ auk þess sem mikil reynsla hans af þeim vettvangi mun nýtast félaginu afar vel í sínum næstu skrefum og framtíðarsýn. Knattspyrnufélagið Víkingur hugsar hátt og hefur metnaðarfull markmið. Það er mjög spennandi vegferð og tímar framundan hjá félaginu okkar."
Haukur hefur sem yfirlögfræðingur KSÍ starfað við góðan orðstír að mörgum mikilvægum verkefnum sem snúa m.a. að leyfismálum, aga- og kærumálum, lögum og reglugerðum, leikmannasamningum og umboðsmönnum leikmanna, svo eitthvað sé nefnt.
Athugasemdir