Danska félagið HB Köge greindi frá því í dag að Emelía Óskarsdóttir væri búinn að framlengja samning sinn um eitt ár. Fyrri samningur hefði runnið út á næsta ári.
Emelía hefur misst af síðustu mánuðum á vellinum þar sem hún varð fyrir því óláni að slíta krossband í ágúst. Það er búist við því að Emelía, sem kom til Köge frá Kristianstad fyrir ári síðan, snúi aftur á völlinn næsta sumar. Hún hefur til þessa leikið sjö keppnisleiki með liðinu og skorað eitt mark.
Emelía hefur misst af síðustu mánuðum á vellinum þar sem hún varð fyrir því óláni að slíta krossband í ágúst. Það er búist við því að Emelía, sem kom til Köge frá Kristianstad fyrir ári síðan, snúi aftur á völlinn næsta sumar. Hún hefur til þessa leikið sjö keppnisleiki með liðinu og skorað eitt mark.
Dennis Bauer, íþróttastjóri danska félagsins, hefur fulla trú á því að Emelía komi öflug til baka.
„Við sáum hversu virkilega öflug Emelía var í sumar áður en hún meiddist. Ef horft er í vinnusemina og sterkan persónuleika, þá efumst við ekki í eina sekúndu um að hún snúi til baka sem enn betri leikmaður. Þess vegna hefur það verið í forgangi hjá okkur að sýna henni traust með þessu samkomulagi og að við höfum mikla trú á hennar hæfileikum," segir Dennis.
Emelía, sem fædd er árið 2006 og er því 18 ára, er ánægð með traustið og lífið í Köge.
„Ég er mjög þakklát félaginu fyrir traustið sem það sýnir mér og það segir mikið um fólkið hjá félaginu og hvernig haldið er um hlutina að við getum gert þennan samning núna. Ég er mjög ánægð að vera hérna og er mjög spennt að komast aftur á völlinn," segir Emelía.
Hún er mikið efni og á að baki 37 leiki fyrir yngri landsliðin. Í þeim hefur hún skorað 13 mörk.
Athugasemdir