Leikmaður Atalanta orðaður við Man Utd - Ferguson gæti farið til West Ham - Liverpool og PSG reyna við Cherki
banner
   fös 20. desember 2024 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Hürzeler: Ég get höndlað þessar aðstæður
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Fabian Hürzeler þjálfari Brighton er að ganga í gegnum erfiðan kafla með liðið sem er án sigurs í síðustu fjórum deildarleikjum í röð.

Brighton er búið að spila við Southampton, Leicester, Crystal Palace og Fulham í síðustu umferðum og hefur lærisveinum Hürzeler eingöngu tekist að safna saman tveimur stigum af tólf mögulegum.

Hürzeler er þó ekki stressaður að vera að missa tökin hjá Brighton þrátt fyrir að gagnrýnisraddir séu byrjaðar að gera vart við sig.

„Ég get höndlað þessar aðstæður, starfi mínu fylgir mikil ábyrgð og pressa. Ég er dæmdur útfrá úrslitunum, þannig er það í fótbolta," sagði hinn 31 árs gamli Hürzeler á fréttamannafundi í gær fyrir leikinn gegn West Ham United sem fer fram í dag.

„Mér líður mjög vel hjá Brighton, þetta er mjög vel rekið félag með frábæru fólki í stjórnunarstöðum. Þeir hafa mikla trú á mér og ég mun gera mitt besta til að byrja að sigra fótboltaleiki á ný.

„Strákarnir hafa verið að spila allt í lagi fótbolta en úrslitin ekki verið að skila sér síðustu vikurnar."

Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 15 11 3 1 31 13 +18 36
2 Chelsea 16 10 4 2 37 19 +18 34
3 Arsenal 16 8 6 2 29 15 +14 30
4 Nott. Forest 16 8 4 4 21 19 +2 28
5 Man City 16 8 3 5 28 23 +5 27
6 Bournemouth 16 7 4 5 24 21 +3 25
7 Aston Villa 16 7 4 5 24 25 -1 25
8 Fulham 16 6 6 4 24 22 +2 24
9 Brighton 16 6 6 4 26 25 +1 24
10 Tottenham 16 7 2 7 36 19 +17 23
11 Brentford 16 7 2 7 32 30 +2 23
12 Newcastle 16 6 5 5 23 21 +2 23
13 Man Utd 16 6 4 6 21 19 +2 22
14 West Ham 16 5 4 7 21 29 -8 19
15 Crystal Palace 16 3 7 6 17 21 -4 16
16 Everton 15 3 6 6 14 21 -7 15
17 Leicester 16 3 5 8 21 34 -13 14
18 Ipswich Town 16 2 6 8 16 28 -12 12
19 Wolves 16 2 3 11 24 40 -16 9
20 Southampton 16 1 2 13 11 36 -25 5
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner