Leikmaður Atalanta orðaður við Man Utd - Ferguson gæti farið til West Ham - Liverpool og PSG reyna við Cherki
   fös 20. desember 2024 13:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ímyndaðu þér ef Haaland hefði farið til Everton"
Erling Braut Haaland.
Erling Braut Haaland.
Mynd: EPA
Aaron Lennon fyrrum kantmaður fjölda félaga í ensku úrvalsdeildinni, segir að norski sóknarmaðurinn Erling Haaland hafi verið nánast mættur til Everton á sínum tíma.

En þá hafi Fahrad Moshiri, fyrrum eigandi félagsins, hafnað því að fá norska sóknarmanninn.

Haaland er í dag á mála hjá Manchester City og er einn besti sóknarmaður í heimi.

„Ég man að Erling kom til okkar og hann var kynntur fyrir mér. Ég held að hann hafi verið 15 eða 16 ára, en ég sá hann aldrei aftur. Ég held að þeir hefðu getað fengið hann fyrir 2 eða 3 milljónir punda," sagði Lennon sem lék með Everton frá 2015 til 2018.

„Ég held að Moshiri hafi ekki gefið leyfi fyrir kaupunum. En ímyndaðu þér ef Haaland hefði farið til Everton."
Athugasemdir
banner
banner
banner