Leikmaður Atalanta orðaður við Man Utd - Ferguson gæti farið til West Ham - Liverpool og PSG reyna við Cherki
   fös 20. desember 2024 20:06
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ísak skoraði en það gengur allt á afturfótunum
Mynd: Getty Images
Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði í tapi Dusseldorf í næst efstu deild í Þýskalandi í kvöld.

Það hefur allt gengið á afturfótunum hjá Dusseldorf á þessari leiktíð en liðið var hársbreidd frá því að vinna sér sæti í efstu deild á síðustu leiktíð en tapaði í vítaspyrnukeppni í umspili.

Liðið lenti undir gegn Magdeburg í kvöld en Ísak jafnaði metin stuttu síðar þegar hann skallaði boltann í netið.

Dusseldorf var með 2-1 forystu í hálfleik en Magdeburg skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik og vann því 5-2. Dusseldorf hefur aðeins unnið einn af síðustu átta leikjum sínum og er í 5. sæti með 26 stig eftir 17 umferðir.

Ísak spilaði allan leikinn en Valgeir Lunddal Friðriksson var tekinn af velli á 75. mínútu.
Athugasemdir
banner
banner
banner