Chelsea leggur aukna áherslu á að fá Mainoo - Milan vill Mitchell - Phillips gæti snúið aftur til Leeds
   fös 20. desember 2024 18:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Jackson bætti árangur Eiðs Smára
Mynd: EPA
Nicolas Jackson, framherji Chelsea, skoraði sigurmarkið í 2-1 sigri á Brentford um helgina.

Það var 23. markið í fimmtugasta leiknum hans í úrvalsdeildinni. Aðeins tveir leikmenn hafa skorað fleiri mörk í bláu treyjunni í fimmtíu fyrstu leikjum sínum.

Hollenski framherjinn Jimmy Floyd-Hasselbaink skoraði 34 mörk og Diego Costa skoraði 31 mark.

Eiður Smári Guðjohnsen og Tammy Abraham eru saman í fjórða sæti en þeir skoruðu 21 mark.

Jackson skoraði 14 mörk í 35 leikjum á síðustu leiktíð eftir komu sína frá Villarreal en hann hefur verið heitur á þessu tímabili og hefur skorað níu mörk í 15 leikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner