Leikmaður Atalanta orðaður við Man Utd - Ferguson gæti farið til West Ham - Liverpool og PSG reyna við Cherki
   fös 20. desember 2024 13:16
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jónþór Atli í ÍR (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: ÍR
ÍR tilkynnti í dag að Jónþór Atli Ingólfsson væri genginn í raðir félagsins og skrifar hann undir tveggja ára samning.

Hann kemur til ÍR frá Augnabliki þar sem hann hefur spilað síðustu tvö tímabil en hann er uppalinn hjá Breiðabliki.

Hann er 19 ára og er að upplagi hægri bakvörður. Hann er fyrsti leikmaðurinn sem ÍR sækir eftir að síðasta tímabili lauk.

„Þetta er mjög góð viðbót í hópinn og við erum spennt að sjá Jónþór, sem varð 19 ára á árinu, í ÍR treyjunni í Mjóddinni í sumar!" segir í tilkynningu ÍR. ÍR endaði í 5. sæti Lengjudeildarinnar í sumar. Jóhann Birnir Guðmundsson er þjálfari liðsins.

ÍR
Komnir
Jónþór Atli Ingólfsson frá Augnabliki

Farnir
Róbert Elís Hlynsson í KR
Bragi Karl Bjarkason í FH
Óliver Elís Hlynsson í Fram
Arnór Gauti Úlfarsson í Grindavík
Sæþór Ívan Viðarsson í Hött/Hugin
Hákon Dagur Matthíasson í Víking (var á láni)
Gils Gíslason í FH (var á láni)

Samningslausir
Vilhelm Þráinn Sigurjónsson (2002)
Guðjón Máni Magnússon (1998)
Emil Nói Sigurhjartarson (2004)
Einar Karl Árnason (2001)
Renato Punyed (1995)
Bergvin Fannar Helgason (2003)
Marteinn Theodórsson (2001)
Alexander Kostic (1992)
Stefán Þór Pálsson (1995)
Jordian Farahani (1990)
Kristján Daði Runólfsson (2005)
Athugasemdir
banner
banner
banner