Chelsea leggur aukna áherslu á að fá Mainoo - Milan vill Mitchell - Phillips gæti snúið aftur til Leeds
   fös 20. desember 2024 20:50
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mount: Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er
Mason Mount, leikmaður Manchester United, er enn eina ferðina kominn á meiðslalistann og verður frá næstu vikurnar.

Mount fór af velli vegna vöðvameiðsla eftir aðeins þrettán mínútna leik í 2-1 sigri United gegn Manchester City um síðustu helgi. Enski miðjumaðurinn hefur aðeins komið við sögu í sjö deildarleikjum á tímabilinu.

Mount fullvissaði stuðningsmenn Man Utd um það að hann muni snúa sterkari til baka. Hann skrifaði til stuðningsmanna á Instagram síðu sinni.

„Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er, þið sáuð það líklega á andlitinu á mér þegar þetta gerðist. Ég vissi hvað þetta þýddi. Stuðningsmenn United, þið þekkið mig kannski ekki vel en ég get ábyrgst það að ég mun aldrei gefast upp," skrifaði Mount.

„Ég hef sagt þetta áður en ég mun halda áfram að gefa mig allan í þetta, komast í gegnum þetta og mun ekki hætta fyrr en ég hef náð því."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner