Leikmaður Atalanta orðaður við Man Utd - Ferguson gæti farið til West Ham - Liverpool og PSG reyna við Cherki
   fös 20. desember 2024 13:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rúben Dias spilaði meiddur síðasta korterið gegn Man Utd
Verður frá næsta mánuðinn
Rúben Dias.
Rúben Dias.
Mynd: EPA
Rúben Dias, varnarmaður Manchester City, verður fjarri góðu gamni vegna meiðsla næsta mánuðinn eða svo.

Pep Guardiola, stjóri Man City, sagði frá þessu á fréttamannafundi í dag.

„Hann verður frá í þrjár til fjórar vikur. Þetta eru vöðvameiðsli. Hann fann fyrir einhverju eftir 75 mínútur gegn Manchester United. Hann var áfram inn á vellinum en núna er hann meiddur," sagði Guardiola.

John Stones og Manuel Akanji eru komnir til baka úr meiðslum hjá City og eru það jákvæðar fréttir þó það sé erfitt að missa besta varnarmanninn í Dias.

City hefur verið að ströggla að undanförnu en liðið er í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 27 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner