Leikmaður Atalanta orðaður við Man Utd - Ferguson gæti farið til West Ham - Liverpool og PSG reyna við Cherki
   fös 20. desember 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn um helgina - Barcelona mætir Atlético í toppslag
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Girona tekur á móti Real Valladolid í kvöld í fyrsta leik helgarinnar í efstu deild spænska boltans.

Orri Steinn Óskarsson og félagar í liði Real Sociedad heimsækja Celta Vigo á morgun áður en Athletic Bilbao spilar við Osasuna.

Stórleikur helgarinnar fer fram annað kvöld þegar Barcelona tekur á móti Atlético Madrid í toppslag en liðin deila toppsæti deildarinnar með 38 stig.

Börsungum hefur ekki verið að ganga vel að undanförnu. Lærisveinar Hansi Flick eru aðeins búnir að sigra einn af síðustu sex deildarleikjum sínum og vonast til að snúa slæmu gengi við gegn Atlético.

Atlético er þó á gríðarlega miklu skriði þar sem lærisveinar Diego Simeone eru búnir að sigra ellefu leiki í röð í öllum keppnum.

Botnlið Valencia þarf sigur á sunnudaginn, áður en Real Madrid tekur á móti Sevilla.

Föstudagur:
20:00 Girona - Valladolid

Laugardagur:
13:00 Getafe - Mallorca
15:15 Celta - Real Sociedad
17:30 Osasuna - Athletic Bilbao
20:00 Barcelona - Atletico Madrid

Sunnudagur:
13:00 Valencia - Alaves
15:15 Real Madrid - Sevilla
17:30 Leganes - Villarreal
17:30 Las Palmas - Espanyol
20:00 Real Betis - Vallecano
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Atletico Madrid 17 11 5 1 31 11 +20 38
2 Barcelona 18 12 2 4 50 20 +30 38
3 Real Madrid 17 11 4 2 37 16 +21 37
4 Athletic 18 9 6 3 27 16 +11 33
5 Villarreal 17 7 6 4 29 28 +1 27
6 Mallorca 18 8 3 7 18 21 -3 27
7 Osasuna 17 6 7 4 22 25 -3 25
8 Real Sociedad 17 7 4 6 16 11 +5 25
9 Betis 17 6 6 5 20 21 -1 24
10 Girona 17 6 4 7 23 25 -2 22
11 Sevilla 17 6 4 7 18 23 -5 22
12 Vallecano 17 5 6 6 19 20 -1 21
13 Celta 17 6 3 8 25 28 -3 21
14 Las Palmas 17 5 4 8 22 27 -5 19
15 Leganes 17 4 6 7 15 23 -8 18
16 Getafe 17 3 7 7 11 14 -3 16
17 Alaves 17 4 4 9 19 28 -9 16
18 Espanyol 17 4 3 10 16 29 -13 15
19 Valladolid 17 3 3 11 12 34 -22 12
20 Valencia 16 2 5 9 14 24 -10 11
Athugasemdir
banner
banner
banner