Chelsea leggur aukna áherslu á að fá Mainoo - Milan vill Mitchell - Phillips gæti snúið aftur til Leeds
   fös 20. desember 2024 21:21
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þýskaland: Kane snéri aftur í stórsigri Bayern
Mynd: EPA
Bayern 5 - 1 RB Leipzig
1-0 Jamal Musiala ('1 )
1-1 Benjamin Sesko ('2 )
2-1 Konrad Laimer ('25 )
3-1 Joshua Kimmich ('36 )
4-1 Leroy Sane ('75 )
5-1 Alphonso Davies ('78 )

Óttast var að Harry Kane myndi ekki spila meira á þessu ári eftir að hafa meiðst gegn Dortmund í lok síðasta mánaðar.

Hann var hins vegar í byrjunarliðinu þegar liðið fór illa með RB Leipzig í þýsku deildinni í kvöld en enski framherjinn komst ekki á blað.

Jamal Musiala kom Bayern yfir eftir þrjátíu sekúndna leik en það sló Leipzig menn ekki út af laginu þar sem Benjamin Sesko jafnaði metin rúmri mínútur síðar.

Konrad Laimer kom Bayern aftur yfir og Joshua Kimmich sá til þess að liðið var með 3-1 forystu í hálfleik þegar hann skoraði með skoti fyrir utan vítateiginn.

Bayern bætti tveimur mörkum við í seinni hálfleik. Liðið endar því árið með stæl en þýska deildin er komin í vetrarfrí. Liðin koma úr vetrarfríinu 11. og 12. janúar.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 25 19 4 2 74 23 +51 61
2 Leverkusen 25 15 8 2 55 30 +25 53
3 Mainz 25 13 5 7 42 26 +16 44
4 Eintracht Frankfurt 25 12 6 7 51 39 +12 42
5 Freiburg 25 12 5 8 34 36 -2 41
6 RB Leipzig 25 10 9 6 39 33 +6 39
7 Wolfsburg 25 10 8 7 49 39 +10 38
8 Stuttgart 25 10 7 8 44 39 +5 37
9 Gladbach 25 11 4 10 39 38 +1 37
10 Dortmund 25 10 5 10 45 39 +6 35
11 Augsburg 25 9 8 8 28 35 -7 35
12 Werder 25 9 6 10 38 49 -11 33
13 Hoffenheim 25 6 8 11 32 47 -15 26
14 Union Berlin 25 7 5 13 22 38 -16 26
15 St. Pauli 25 6 4 15 19 30 -11 22
16 Bochum 25 5 5 15 26 49 -23 20
17 Holstein Kiel 25 4 5 16 37 61 -24 17
18 Heidenheim 25 4 4 17 28 51 -23 16
Athugasemdir
banner
banner
banner