Chelsea leggur aukna áherslu á að fá Mainoo - Milan vill Mitchell - Phillips gæti snúið aftur til Leeds
   fös 20. desember 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland um helgina - Stórleikur á hverjum degi
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Síðasta umferð ársins 2024 í efstu deild þýska boltans fer fram um helgina. Hún hefst með látum strax í kvöld þegar topplið FC Bayern tekur á móti RB Leipzig.

Bayern tapaði fyrsta leiknum á deildartímabilinu á dögunum, á útivelli gegn Mainz, en liðið er þó með fjögurra stiga forystu á toppi þýsku deildarinnar - með 33 stig eftir 14 umferðir.

Leipzig eru sterkir andstæðingar og sitja í fjórða sæti deildarinnar, sex stigum á eftir Bayern.

Á morgun, laugardag, eru nokkrir áhugaverðir leikir á dagskrá þar sem Eintracht Frankfurt á heimaleik gegn Mainz á sama tíma og Stuttgart spilar við nýliða St. Pauli.

Ríkjandi meistarar Bayer Leverkusen eiga erfiðan leik við Freiburg en þeir eru í öðru sæti sem stendur, fjórum stigum á eftir Bayern. Freiburg eru sterkir andstæðingar og sitja í fimmta sæti - fimm stigum á eftir Leverkusen.

Lærisveinar Xabi Alonso eru á góðu skriði eftir hikstandi byrjun á tímabilinu. Þeir eru búnir að sigra sjö leiki í röð í öllum keppnum.

Helginni lýkur á sunnudaginn þegar Wolfsburg og Borussia Dortmund eigast við í gífurlega spennandi slag, en það er aðeins eitt stig sem skilur liðin að í efri hlutanum.

Föstudagur:
19:30 Bayern - RB Leipzig

Laugardagur:
14:30 Stuttgart - St. Pauli
14:30 Eintracht Frankfurt - Mainz
14:30 Hoffenheim - Gladbach
14:30 Werder Bremen - Union Berlin
14:30 Holstein Kiel - Augsburg
17:30 Leverkusen - Freiburg

Sunnudagur:
14:30 Bochum - Heidenheim
16:30 Wolfsburg - Dortmund
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 25 19 4 2 74 23 +51 61
2 Leverkusen 25 15 8 2 55 30 +25 53
3 Mainz 25 13 5 7 42 26 +16 44
4 Eintracht Frankfurt 25 12 6 7 51 39 +12 42
5 Freiburg 25 12 5 8 34 36 -2 41
6 RB Leipzig 25 10 9 6 39 33 +6 39
7 Wolfsburg 25 10 8 7 49 39 +10 38
8 Stuttgart 25 10 7 8 44 39 +5 37
9 Gladbach 25 11 4 10 39 38 +1 37
10 Dortmund 25 10 5 10 45 39 +6 35
11 Augsburg 25 9 8 8 28 35 -7 35
12 Werder 25 9 6 10 38 49 -11 33
13 Hoffenheim 25 6 8 11 32 47 -15 26
14 Union Berlin 25 7 5 13 22 38 -16 26
15 St. Pauli 25 6 4 15 19 30 -11 22
16 Bochum 25 5 5 15 26 49 -23 20
17 Holstein Kiel 25 4 5 16 37 61 -24 17
18 Heidenheim 25 4 4 17 28 51 -23 16
Athugasemdir
banner
banner