Leikmaður Atalanta orðaður við Man Utd - Ferguson gæti farið til West Ham - Liverpool og PSG reyna við Cherki
   fös 20. desember 2024 19:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Varar fólk við því að afskrifa Rashford - „Fór til Arsenal 28 ára"
Mynd: EPA
Ian Wright, fyrrum leikmaður Arsenal, hefur trú á því að Marcus Rashford, leikmaður Man Utd, muni eiga góðan feril þegar hann yfirgefur Man Utd.

Rashford var ekki í leikmannahópi Man Utd þegar liðið vann Man City í grannaslag um síðustu helgi og í kjölfarið sagðist hann vera tilbúinn að yfirgefa félagið.

Margir hafa afskrifað hann og telja að hann muni aldrei ná fyrri styrk en hann hefur ekki sýnt sitt rétta andlit undanfarin ár.

„Ég fór til Arsenal 28 ára en þú ætlast til þess að ég afskrifi einhvern sem er með hæfileika eins og 27 ára gamall Marcus. Margir vilja svo mikið sjá þessa ungu menn mistakast svo þið getið sagt að þið hafið haft rétt fyrir ykkur. Þið mynduð taka eitt prósent af ferlinum sem hann hefur átt," skrifaði Wright á Instagram síðu sinni.

Wright var hjá Arsenal frá 1991-1998 og skoraði 185 mörk í 288 leikjum. Hann vann ensku deildina einu sinni, enska bikarinn tvisvar og deildabikarinn einu sinni með liðinu.
Athugasemdir
banner