Dominic Calvert-Lewin, framherji Everton, er orðaður við ítalska félagið Fiorentina.
Ítalski blaðamaðurinn Gianluca Di Marzio greinir frá þessu en samningur Calvert-Lewin rennur út næsta sumar.
Di Marzioo segir að Fiorentina muni hefja viðræður í janúar en félög utan Englands geta rætt við leikmenn í janúar sem verða samningslausir næsta sumar.
Moise Kean, framherji Fiorentina, var liðsfélagi Calvert-Lewin hjá Everton árið 2021. Íslenski landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson er leikmaður Fiorentina.
#Calciomercato | La #Fiorentina è su #CalvertLewin. Il giocatore è in scadenza a giugno 2025 con l’#Everton e l’operazione si può già provare a gennaiohttps://t.co/JtlbQLxhX0
— Gianluca Di Marzio (@DiMarzio) December 20, 2024
Athugasemdir