Leikmaður Atalanta orðaður við Man Utd - Ferguson gæti farið til West Ham - Liverpool og PSG reyna við Cherki
   fös 20. desember 2024 22:37
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Vilja ekki selja Rashford innan Englands - Gæti farið á lán
Mynd: EPA
Marcus Rashford mun líklega yfirgefa Man Utd í janúar en hann sagði á dögunum að hann væri tilbúinn í nýja áskorun.

Hann var ekki í leikmannahópi liðsins í Manchester slagnum um síðustu helgi og sagði frá því í kjölfarið að hann vildi fara.

Enskir fjölmiðlar greina frá því að Man Utd sé tilbúið að leyfa honum að fara í janúar en er ekki tilbúið að selja hann til samkeppnisaðila í úrvalsdeildinni.

Hann er með samning sem gildir til 2028 og fær 325 þúsund pund í vikulaun. Það þýðir væntanlega að fá lið hafi efni á honum. Hann hefur verið orðaður við Sádí Arabíu en hann vill líklegast ekki fara þangað svona snemma á ferlinum.

Félagið er talið vera tilbúið að senda hann á lán út tímabilið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner