Díaz á förum frá Liverpool - Newcastle fær markvörð Burnley - Man City ætlar að losa sig við reynda leikmenn
   fös 21. febrúar 2025 08:00
Hafliði Breiðfjörð
Zurich, Sviss.
Búist við að 8 þúsund mæti á leik Íslands á Stadion Letzigrund
Icelandair
Stadion Letzigrund í gær.
Stadion Letzigrund í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Völlurinn er í miklu bílahverfi en Mini umboðið er í næsta nágrenni við völlinn og steinsnar frá er Maserati með umboð.
Völlurinn er í miklu bílahverfi en Mini umboðið er í næsta nágrenni við völlinn og steinsnar frá er Maserati með umboð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland mætir Sviss í fyrsta leik liðanna í Þjóðadeild kvenna klukkan 18:00 í kvöld. Leikið verður á Stadiun Letzigrund í Zurich í Sviss.

Heimamenn hér í Zurich búast við að 8 þúsund áhorfendur leggi leið sína á leikinn í kvöld en ekki hefur heyrst af mörgum Íslendingum sem hafa boðað komu sína. Þó er Þorvaldur Ingimundarson hingað mættur. Hann var fyrir nokkrum árum starfsmaður KSÍ og sá um málefni kvennalandsliðsins. Hann flaug út í gær til að sjá leikinn.

Mikil spenna er fyrir kvennalandsliði Sviss enda verður Evrópumót kvennalandsliða haldið hér í landi í júlí.

Fimm leikir fara fram á vellinum á EM í sumar, þar á meðal einn leikur í fjórðungsúrslitum og einn í undanúrslitum.

Tvö félög eiga hér heimavöll, FC Zurich og Grasshopper auk frjálsíþróttaliðsins LC Zurich.

Völlurinn var upphaflega byggður árið 1925 fyrir FC Zurich en Grasshopper bættist við árið 2007 eða eftir að völlurinn hafði verið endurbyggður á sama grunni.

Það var gert því völlurinn var einn af leikvöngunum á EM 2008. Þrír leikir fóru fram á vellinum með rúmlega 30.000 áhorfendum en í dag er hann gefinn upp fyrir 25 þúsund á fótboltaleikjum.
Athugasemdir
banner