Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 21. maí 2021 23:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eysteinn svaraði sögum um ágreining: Samstarfið er mjög gott
Eysteinn Húni Hauksson og Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfarar Keflavíkur.
Eysteinn Húni Hauksson og Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfarar Keflavíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var sagt frá því í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í vikunni að það hefði myndast ágreiningur á milli þjálfara Keflavíkur fyrir Íslandsmóts.

Eysteinn Húni Hauksson og Sigurður Ragnar Eyjólfsson stýra Keflavík saman en þeir komu liðinu upp í Pepsi Max-deildina með því að vinna Lengjudeildina á síðasta tímabili.

Hrafnkell Freyr Ágústsson sagði frá því í þættinum að Eysteinn og Sigurður hefðu lent upp á kant fyrir mót, og að Eysteinn hefði hætt að mæta á æfingar í nokkra daga. Það hafi síðan verið leyst.

Eysteinn var spurður út í þessi tíðindi eftir 4-2 tap gegn Fylki í Árbæ í kvöld.

„Samstarfið er mjög gott og ég tel að árangurinn í fyrra og vetur sýni að samstarfið er mjög gott. Ég myndi segja að það væri frekar frétt ef tveir þjálfarar væru alltaf sammála um eitthvað. Við erum ekki alltaf sammála, sendum blóm á hvorn annan eða eitthvað svoleiðis en samstarfið hefur gengið mjög vel og mun ganga vel," sagði Eysteinn.

Viðtalið við hann má sjá hér að neðan.
„Getum ekki ætlast til þess að skora alltaf fimm mörk til þess að vinna fótboltaleiki"
Athugasemdir
banner
banner