Janúartilboð frá Liverpool í Kerkez og Zubimendi - Forest vill Ferguson - Man Utd hefur áhuga á Raum og Yildiz
   fös 21. ágúst 2020 16:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bjarki Steinn í Venezia (Staðfest)
Bjarki í leik með ÍA.
Bjarki í leik með ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ítalska félagið Venezia er búið að staðfesta komu Bjarka Steins Bjarkasonar til félagsins.

Kantmaðurinn knái kemur frá ÍA og skrifar undir þriggja ára samning við Fenyjarfélagið. Samningurinn gildir til 2023.

Bjarki er tvítugur kantmaður sem uppalinn er í Aftureldingu en undanfarin ár hefur hann leikið með ÍA í Pepsi Max-deildinni. Hann spilaði sex leiki með ÍA í deild og bikar í sumar og skoraði eitt mark.

Venezia leikur í B-deild á Ítalíu og hafnaði þar í ellefta sæti á nýafstöðnu tímabili.

ÍA er í áttunda sæti Pepsi Max-deildarinnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner