Man Utd berst við Arsenal um Gyökeres - Chelsea og Napoli vilja Garnacho - Milan hættir að eltast við Rashford
   mán 21. ágúst 2023 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mikael: Þarf mjög heillandi pakka svo að ég fari héðan
Mikael Neville Anderson.
Mikael Neville Anderson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikael Neville Anderson hefur verið að gera afar góða hluti í Danmörku með AGF og hefur verið að vekja athygli stærri félaga, þar á meðal Club Brugge í Belgíu.

Mikael, sem er 25 ára gamall miðjumaður, hefur leikið með AGF frá 2021. Hann á að baki 20 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og skorað í þeim tvö mörk.

Það styttist í að glugginn loki en Mikael var spurður út í áhugann á sér í viðtali við TV3 Sport um liðna helgi.

„Ég spila fyrir AGF og þar er ég ótrúlega ánægður. Það þarf mjög heillandi pakka til að ég fari héðan," sagði Mikael.

„Ég er leikmaður með mikinn metnað, en ég er ánægður hérna. Ég elska stuðningsmennina og félagið. Ég þarf eitthvað mjög spennandi ef ég á að fara annað."

Mikael vildi lítið annars segja um það hvort Club Brugge væri nægilega spennandi.
Athugasemdir
banner
banner