Miðvörðurinn Rhys Williams hefur samþykkt að ganga í raðir Morecambe í ensku D-deildinni fyrri hluta tímabilsins.
Lánssamningurinn gildir þangað til í janúar en Morecambe hefur tapað fyrstu tveimur deildarleikjum sínum á tímabilinu.
Lánssamningurinn gildir þangað til í janúar en Morecambe hefur tapað fyrstu tveimur deildarleikjum sínum á tímabilinu.
Þessi 23 ára leikmaður hefur verið hjá Liverpool frá því að hann var barn og hefur hefur spilað nítján aðalliðsleiki. Þeir komu allir 2020-21 þegar hann hjálpaði liðinu, sem var í miklum meiðslavandræðum, að ná Meistaradeildarsæti.
Eftir það tímabil héldu eflaust einhverjir stuðningsmenn Liverpool að Williams væri framtíðarmaður hjá félaginu en svo er greinilega ekki. Hann hefur ekki náð sér á strik eftir þá leiktíð.
Hann var lánaður til Swansea og Blackpool í næst efstu deild Englands en fékk fá tækifæri þar. Svo spilaði hann ekkert er hann var lánaður til Aberdeen í skosku úrvalsdeildinni.
Hann var lánaður til Port Vale í ensku C-deildinni á síðasta tímabili en kom ekkert við sögu vegna meiðsla.
Núna er hann mættur aftur í ensku D-deildina og reynir að koma ferlinum aftur af stað, en fallið er hátt hjá honum.
Athugasemdir