Leikmaður Atalanta orðaður við Man Utd - Ferguson gæti farið til West Ham - Liverpool og PSG reyna við Cherki
banner
   fös 20. desember 2024 13:50
Elvar Geir Magnússon
Mount aftur á meiðslalistann og Antony án sjálfstrausts
Mason Mount er enn og aftur meiddur.
Mason Mount er enn og aftur meiddur.
Mynd: Getty Images
Mason Mount gengur bölvanlega að halda sér frá meiðslalistanum og verður frá næstu vikurnar.

„Ég er ekki með nákvæma dagsetningu en hann verður ekki með í dágóðan tíma. Svona er þetta. Þetta er hluti af fótboltanum og við höldum áfram," sagði Rúben Amorim, stjóri Manchester United, á fréttamannafundi í dag.

Mount fór af velli vegna vöðvameiðsla eftir aðeins þrettán mínútna leik í 2-1 sigri United gegn Manchester City um síðustu helgi. Enski miðjumaðurinn hefur aðeins komið við sögu í sjö deildarleikjum á tímabilinu.

„Meðan hann er meiddur mun ég aðstoða hann að skilja leikfræðina og hvernig við viljum spila."

Á fundinum ræddi Amorim einnig meðal annars um stöðuna á Antony sem hefur engan veginn verið að finna sig og fengið mikla gagnrýni fyrir dapra frammistöðu.

„Hann þarf að finna sjálfstraustið. Ég mætti Antony þegar hann var hjá Ajax. Honum vantar sjálfstraustið til að fara á menn, hann er að leggja mikið á sig og reynir. Ég ætla að hjálpa honum að verða betri leikmaður," sagði Amorim um Brasilíumanninn.

Manchester United mætir Bournemouth á sunnudaginn.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 15 11 3 1 31 13 +18 36
2 Chelsea 16 10 4 2 37 19 +18 34
3 Arsenal 16 8 6 2 29 15 +14 30
4 Nott. Forest 16 8 4 4 21 19 +2 28
5 Man City 16 8 3 5 28 23 +5 27
6 Bournemouth 16 7 4 5 24 21 +3 25
7 Aston Villa 16 7 4 5 24 25 -1 25
8 Fulham 16 6 6 4 24 22 +2 24
9 Brighton 16 6 6 4 26 25 +1 24
10 Tottenham 16 7 2 7 36 19 +17 23
11 Brentford 16 7 2 7 32 30 +2 23
12 Newcastle 16 6 5 5 23 21 +2 23
13 Man Utd 16 6 4 6 21 19 +2 22
14 West Ham 16 5 4 7 21 29 -8 19
15 Crystal Palace 16 3 7 6 17 21 -4 16
16 Everton 15 3 6 6 14 21 -7 15
17 Leicester 16 3 5 8 21 34 -13 14
18 Ipswich Town 16 2 6 8 16 28 -12 12
19 Wolves 16 2 3 11 24 40 -16 9
20 Southampton 16 1 2 13 11 36 -25 5
Athugasemdir
banner
banner