Chelsea leggur aukna áherslu á að fá Mainoo - Milan vill Mitchell - Phillips gæti snúið aftur til Leeds
   fös 20. desember 2024 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Úr verður gott íslenskt fótboltahagkerfi"
Það er létt yfir Víkingum um þessar mundir.
Það er létt yfir Víkingum um þessar mundir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingar standa heldur betur frábærlega eftir að hafa staðið sig virkilega vel í Sambandsdeildinni. Liðið hefur safnað gríðarháum upphæðum í verðlaunafé.

Talað hefur verið um að Víkingur hafi tryggt sér að lágmarki 5,75 milljónir evra, eða 832 milljónir íslenskra króna. Fótbolti.net ræddi í dag við sérfræðing sem segir að Víkingur gæti líklega farið yfir milljarð króna í innkomu úr þessum Evrópugullpotti.

„Félagið stendur virkilega vel núna," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, við Fótbolta.net í dag.

„Það er frábært fólk sem vinnur hörðum höndum á bak við tjöldin. Félagið hefur vaxið mikið. Það er frábær tilfinning að það sé kominn stöðugleiki. Róm getur líka fallið fljótt og við verðum að vera skynsamir núna. Við verðum ekki bara að fjárfesta í leikmönnum, heldur líka innviðum. Við verðum að vera klókir og viðhalda hungrinu."

Arnar telur að þetta muni allt saman styrkja íslenskan fótbolta.

„Svo mun þetta líka skila sér inn í fótboltahagkerfið á Íslandi. Við sjáum það að þegar Víkingar hafa samband, þá er verið að biðja um hærri upphæðir. Það er fínt. Ef við samþykkjum að greiða þær, þá fær viðkomandi félag hærri upphæð og næsta félag biður þá um hærri upphæð frá því félagi. Úr verður gott íslenskt fótboltahagkerfi eins og alla dreymir um. Þetta er hið besta mál fyrir íslenskan fótbolta," sagði þjálfari Víkinga.

Víkingur fer í umspilsleiki í febrúar gegn Panathinaikos í Sambandsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner