Með frábærri Evrópuframmistöðu sinni hefur Víkingur verið að safna sér inn gríðarlegum upphæðum í sérstöku verðlaunafé. Með hverju skrefinu á fætur öðru hefur upphæðin hækkað, eins og augljóst er.
Talað hefur verið um að Víkingur hafi tryggt sér að lágmarki 5,75 milljónir evra, eða 832 milljónir íslenskra króna.
Ofan á allt þetta munu svo bætast við ákveðin upphæð í uppgjöri á næsta ári og ljóst að hlutur Víkings með því að koma sér upp í efstu liðin 24 þar verður ansi stór.
Fótbolti.net ræddi við sérfræðing sem segir að Víkingur gæti líklega farið yfir milljarð króna í innkomu úr þessum Evrópugullpotti.
Talað hefur verið um að Víkingur hafi tryggt sér að lágmarki 5,75 milljónir evra, eða 832 milljónir íslenskra króna.
Ofan á allt þetta munu svo bætast við ákveðin upphæð í uppgjöri á næsta ári og ljóst að hlutur Víkings með því að koma sér upp í efstu liðin 24 þar verður ansi stór.
Fótbolti.net ræddi við sérfræðing sem segir að Víkingur gæti líklega farið yfir milljarð króna í innkomu úr þessum Evrópugullpotti.
„Það þarf að vanda til verka og fara vel með þessa peninga. Víkingur getur tryggt sig á toppnum í íslenskum fótbolta á næstu árum með skynsemi. Ætli þetta séu ekki orðnar hátt í 900 milljónir. En vissulega er mikill kostnaður á móti þessu líka, mikill ferða- og hótelkostnaður og slíkt," sagði Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings, í samtali við RÚV en hann er að láta af störfum hjá félaginu.
Víkingur fer í umspilsleiki í febrúar gegn Panathinaikos í Sambandsdeildinni.
Athugasemdir