Leikmaður Atalanta orðaður við Man Utd - Ferguson gæti farið til West Ham - Liverpool og PSG reyna við Cherki
banner
   fös 20. desember 2024 14:21
Elvar Geir Magnússon
Calafiori og Rice með gegn Palace
Mynd: EPA
Ítalski varnarmaðurinn Riccardo Calafiori hefur ekkert spilað með Arsenal í desembermánuði vegna meiðsla en Mikel Arteta, stjóri liðsins, greindi frá því í dag að leikmaðurinn væri klár í slaginn að nýju.

Arsenal, sem er í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar, heimsækir Crystal Palace á morgun klukkan 17:30.

Enski miðjumaðurinn Declan Rice er einnig klár í bátana en hann var hvíldur í deildabikarleiknum gegn Crystal Palace á miðvikudaginn, sem Arsenal vann 3-2.

Oleksandr Zinchenko á möguleika á að spila en Takehiro Tomiyasu er enn á meiðslalistanum.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 15 11 3 1 31 13 +18 36
2 Chelsea 16 10 4 2 37 19 +18 34
3 Arsenal 16 8 6 2 29 15 +14 30
4 Nott. Forest 16 8 4 4 21 19 +2 28
5 Man City 16 8 3 5 28 23 +5 27
6 Bournemouth 16 7 4 5 24 21 +3 25
7 Aston Villa 16 7 4 5 24 25 -1 25
8 Fulham 16 6 6 4 24 22 +2 24
9 Brighton 16 6 6 4 26 25 +1 24
10 Tottenham 16 7 2 7 36 19 +17 23
11 Brentford 16 7 2 7 32 30 +2 23
12 Newcastle 16 6 5 5 23 21 +2 23
13 Man Utd 16 6 4 6 21 19 +2 22
14 West Ham 16 5 4 7 21 29 -8 19
15 Crystal Palace 16 3 7 6 17 21 -4 16
16 Everton 15 3 6 6 14 21 -7 15
17 Leicester 16 3 5 8 21 34 -13 14
18 Ipswich Town 16 2 6 8 16 28 -12 12
19 Wolves 16 2 3 11 24 40 -16 9
20 Southampton 16 1 2 13 11 36 -25 5
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner