Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fös 23. júní 2023 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Vildi aftur fara í fagmannlegra umhverfi - „Miklu frekar peppað mig ef eitthvað er"
Ég veit hvað er framundan og er með einbeitingu á að gera mitt besta á æfingum til að vera eins tilbúin og hægt er þegar ég kem út til Belgíu
Ég veit hvað er framundan og er með einbeitingu á að gera mitt besta á æfingum til að vera eins tilbúin og hægt er þegar ég kem út til Belgíu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markmiðið var að nýta þennan sumarglugga, sem er miklu stærri en vetrarglugginn, og vonast til að eitthvað spennandi kæmi upp - sem svo gerðist
Markmiðið var að nýta þennan sumarglugga, sem er miklu stærri en vetrarglugginn, og vonast til að eitthvað spennandi kæmi upp - sem svo gerðist
Mynd: OH Leuven
Jón Dagur hefur líka aðeins spjallað við Valgeir núna og hefur ekkert slæmt að segja - allavega ekkert sem Valgeir hefur komið til mín með.
Jón Dagur hefur líka aðeins spjallað við Valgeir núna og hefur ekkert slæmt að segja - allavega ekkert sem Valgeir hefur komið til mín með.
Mynd: Getty Images
Það hefur stór áhrif á mína stöðu
Það hefur stór áhrif á mína stöðu
Mynd: IFK Norrköping
Spilaði í fremstu línu á móti Sviss í apríl
Spilaði í fremstu línu á móti Sviss í apríl
Mynd: EPA
Ég var mjög hrifin af því hvernig prógramið var hjá Häcken og var svolítið að leitast eftir því sama; fagmannlegra umhverfi
Ég var mjög hrifin af því hvernig prógramið var hjá Häcken og var svolítið að leitast eftir því sama; fagmannlegra umhverfi
Mynd: BK Häcken
Frekar óraunverulegt einhvern veginn.
Frekar óraunverulegt einhvern veginn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Gylfi umboðsmaður nefndi þetta við mig, það er alveg smá síðan ég skrifaði undir en það var beðið með að tilkynna þetta þar sem ég er að klára samninginn hér í Norrköping; á þrjá leiki eftir og svo fer ég til Belgíu," segir Diljá Ýr Zomers sem tilkynnt var sem nýr leikmaður Leuven í Belgíu á miðvikudag.

Diljá er 21 árs kantmaður sem fór til Svíþjóðar fyrir tveimur árum eftir að hafa spilað með FH, Stjörnunni og Val á Íslandi. Hún skrifaði undir tveggja ára samning við Häcken sem er að renna út á næstu dögum og var henni því frjálst að semja við annað félag.

Hlutirnir eru að stækka mjög hratt í Belgíu
Í vetur ákvað hún að spila með Norrköping út samninginn í Svíþjóð. Hún þekkti til hjá Norrköping eftir að hafa leikið seinni hluta síðasta tímabils með liðinu og hjálpað því að komast upp í deild þeirra bestu.

„Markmiðið var að nýta þennan sumarglugga, sem er miklu stærri en vetrarglugginn, og vonast til að eitthvað spennandi kæmi upp - sem svo gerðist," segir Diljá.

„Ég var ekkert að missa mig þegar ég heyrði Leuven fyrst, hafði ekkert heyrt um belgísku deildina þannig, voða lítið talað um hana og ég vissi ekkert. Við ákváðum að tékka á þessu, heyra hvað þeir höfðu að segja og það var þvílíkt 'impressive'. Það er allt mjög skýrt hvernig félagið vill hafa hlutina; hvert markmiðið er og stefnan almennt mjög skýr. Hlutirnir eru að stækka mjög hratt í Belgíu og allt er mjög fagmannlegt."

Í Leuven er mikil íþrótta- og háskólamenning. „Þetta er mjög krúttlegur bær og það sem ég sá á 20 klukkutímum leit allt mjög vel út."

Voru einhverjir aðrir kostir í stöðunni, eitthvað annað spennandi land sem kom upp?

„Ekkert sem fór eitthvað langt, vorum bara að skoða möguleika, svo kom þetta upp, gerðist frekar hratt og hljómaði mjög spennandi."

Var að leitast eftir sama faglega umhverfinu
Diljá skrifar undir tveggja ára samning við Leuven, en er það eitt af toppliðunum í Belgíu?

„Þær klúðruðu þessu eiginlega sjálfar í lokin að ná ekki Meistaradeildarsæti, enduðu fjórum stigum á eftir Anderlecht sem vann deildina. Í deildarkeppninni voru þær á toppnum en í úrslitakeppninni misstu þær þetta frá sér í báðum leikjunum gegn Anderlecht. Það er eitt Meistaradeildarsæti í Belgíu og markmiðið er að ná því á næsta tímabili."

„Þetta umhverfi er líkara Häcken (heldur en Norrköping), það er æft á morgnana, það er morgun- og hádegismatur og mjög skýr stefna varðandi leikstíl. Það er mikið notast við tölfræði sem ég fíla í botn. Hér hjá Norrköping eru þetta æfingar seinni partinn á mismunandi tímum og enginn strúktúr beint í kringum það. Ég var mjög hrifin af því hvernig prógramið var hjá Häcken og var svolítið að leitast eftir því sama; fagmannlegra umhverfi."


Fannst þetta vera eitthvað sem ég þyrfti að gera
Hvernig líst þér á að fara til Belgíu?

„Það er smá breyting, en ég er hálf hollensk og kannast aðeins við tungumálið. Það gerir þetta kannski aðeins auðveldara. Ég held það verði gaman að prófa eitthvað nýtt og upplifa annað land. Þetta var ekki auðvelt, en á sama tíma ekki erfitt - mér fannst þetta vera eitthvað sem ég þyrfti að gera. Ég held ég sé ekki alveg búin að meðtaka þetta, ég er ennþá í Svíþjóð og það eru leikir eftir áður en ég fer. Ég held að þetta eigi eftir að síast betur inn þegar ég byrja að pakka."

Byrjuðu „eiginlega alltof vel" en svo komu níu töp í röð
Hvernig hefur tímabilið hjá Norrköping verið til þessa?

„Þetta hefur verið áhugavert, byrjuðum mjög vel - eiginlega alltof vel. Svo voru þetta níu töp í röð áður en við unnum svo síðasta leik. Við erum að skipta um kerfi í hverjum einasta leik og erum oft að spila með fimm manna vörn, þá erum við ekki með kantmenn og sem kantmaður fer þá á bekkinn."

„Þetta hefur ekki verið Norrköping leiðin til að spila, erum að herma eftir leikstíl annarra liða. Það hefur vantað smá strúktúr finnst mér og verið erfitt að vita hvað þjálfarinn vill. Það er erfitt að koma úr toppumhverfi og þurfa venjast því og vera tilbúin í að taka því að gæði æfinganna eru minni. Þetta er búið að vera upp og niður og maður hefur þurft að aðlagast því."


Það hefur stór áhrif á mína stöðu
Diljá fór til Norrköping til að spila alla leiki, en hefur ekki byrjað í síðustu fjórum leikum. Það hlýtur að vera svekkjandi að vera komin á bekkinn?

„Mér finnst það bara ömurlegt, en ég get voða lítið eða sagt eða gert í því. Hlutirnir eru bara eins og þeir eru. Svo spilar líka inn í að þjálfarinn hefur vitað í smá tíma að ég væri að fara. Það hefur stór áhrif á mína stöðu."

Veit hvað er framundan
Er maður að nefna við þjálfarann að maður geti líka spilað aðrar stöður til að komast aftur í liðið?

„Auðvitað þegar gengi liðsins er svona og það er ekki mikið að ganga upp, þá fer maður alveg að hugsa þannig. Ég hef alveg komið inn á í vængbakvörðinn og það hefur gengið vel og ég hef spilað frammi. Ég t.d. spilaði á móti Sviss með Sveindísi frammi. Ég er annars bara búin að vera eins slök og ég get því ég veit hvað er framundan og er með einbeitingu á að gera mitt besta á æfingum til að vera eins tilbúin og hægt er þegar ég kem út til Belgíu."

Norrköping er í 9. sæti deildarinnar. Áður en Diljá fer til Belgíu liðið eftir að spila á móti Linköping, Rosengård og Brommapojkarna.

Jón Dagur talað vel um félagið
Er einhver aðili annar en umboðsmaðurinn sem sannfærir þig um að skrefið til Belgíu sé gott?

„Nei í raun og veru ekki. En ég veit að Gylfi fékk góð meðmæli frá Steina (Þorsteinn Halldórsson) þar sem Jón Dagur er þarna; talaði vel um klúbbinn. Það var fínt að heyra það. Jón Dagur hefur líka aðeins spjallað við Valgeir núna og hefur ekkert slæmt að segja - allavega ekkert sem Valgeir hefur komið til mín með. Hvort að hann þori því svo eða ekki... ég veit það ekki," sagði Diljá á léttu nótunum.

Peppaði Diljá í að taka skrefið
Diljá er í sambandi með Valgeiri Lunddal Friðrikssyni sem leikur með Häcken í Svíþjóð. Er næsta skref að sannfæra hann um að koma til Belgíu?

„Já, er það ekki? Það fara allir í að hjálpa með það. Það er bara að 'manifesta' það, væri helvíti næs," sagði Diljá á léttu nótunum.

Valgeir er samningsbundinn Häcken út næsta tímabil og er hann í stóru hlutverki hjá tvöföldu meisturunum. Hann hefur ekkert reynt að stoppa þig í að flytja til Belgíu?

„Nei, miklu frekar peppað mig ef eitthvað er. Hann veit hvernig mér er búið að líða hér og veit hvað ég vil. Hann peppaði mig bara, styður mig í öllu því sem ég tek mér fyrir hendur og lætur mig vita af því."

Hann var að spila sína fyrstu keppnisleiki með A-landsliðinu á síðustu dögum. Hvernig var að sjá hann spila? Var það stressandi?

„Hann stóð sig svo sjúklega vel að ég var eiginlega frekar slök yfir þessu. Hann byrjaði leikinn með einhvern sambabolta úti á kantinum, þá róaðist maður strax. Þetta var bara ógeðslega gaman, hann að spila á móti átrúnaðargoðunum sínum og öllum þessum stórstjörnum. Frekar óraunverulegt einhvern veginn," sagði Diljá.
Athugasemdir
banner
banner
banner