Liverpool horfir til Þýskalands, nýir eigendur Everton eru hrifnir af Southgate og Leeds ætlar að stækka heimavöll sinn
   þri 24. september 2024 18:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Nennir ekki að hlusta á fótboltahlaðvörp
Bikarmeistari.
Bikarmeistari.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Steinþór Már Auðunsson kom inn í lið KA í 4. umferð Bestu deildarinnar eftir að hafa verið fyrstu þrjá leikina á bekknum fyrir Kristijan Jajalo. Hann hefur spilað alla leiki frá þeim tímapunkti, ef frá er talinn leikurinn gegn Vestra í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins þar sem Jajalo stóð vaktina.

KA hefur verið gagnrýnt fyrir gæði markvarða sinna, bæði á þessu tímabili og á því síðasta. Umræðan hefur verið á þá vegu að markverðir liðsins séu ekki nægilega góðir til að vera aðalmarkverðir hjá liði sem ætli sér einhverja hluti í deildinni, og það hafi ekki verið nægilega skýrt hvor sé aðalmarkvörður liðsins.

Umræðan náði hámarki þegar sem verst gekk hjá KA í upphafi tímabili, en hún hefur ekki verið mikil að undanförnu og Steinþór Már, Stubbur, sýndi svo hversu megnugur hann er með mjög öruggri frammistöðu gegn Víkingi í bikarúrslitaleiknum gegn Víkingi á laugardag.

Hann hélt hreinu gegn Íslandsmeisturunum og átti þátt í seinna marki liðsins með langri spyrnu fram völlinn í uppbótartíma.

Stubbur var til viðtals eftir leik og var hann spurður út í umræðuna um hann og markverði KA.

„Nei (ég hef ekkert spáð í umræðunni). Það er svolítið síðan ég hætti að hlusta á fótboltapodcöst, ég bara nennti því ekki. Maður fær stundum sendar klippur héðan og þaðan, þannig maður heyrir aðeins af þessu þó maður sé ekki að reyna það," sagði Stubbur.

KA varð bikarmeistari á laugardag og tryggði sér með því sæti í Evrópukeppni á næsta ári. Næsti leikur liðsins verður gegn HK í Bestu deildinni á morgun.

Þeri Jajalo og Stubbur hafa verið saman hjá KA frá og með tímbilinu 2021. Stubbur hefur frá þeim tíma spilað 64 deildarleiki og Jajalo hefur spilað 35. Báðir verða þeir samningslausir eftir tímabilið.
Athugasemdir
banner