Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   þri 25. apríl 2023 12:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Spjall við landsliðsþjálfara Færeyja sannfærði Arnar
Gunnar Vatnhamar - Snerist aðallega um hversu tilbúinn hann væri
Gunnar Vatnhamar - Snerist aðallega um hversu tilbúinn hann væri
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erlingur Agnarsson - Þarf helvíti mikið að gerast svo að hann sé ekki í liðinu hjá manni
Erlingur Agnarsson - Þarf helvíti mikið að gerast svo að hann sé ekki í liðinu hjá manni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð fékk krampa í gær. - Þvílíkt Víkingshjarta í honum núna
Davíð fékk krampa í gær. - Þvílíkt Víkingshjarta í honum núna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breytingin á liðsskipan Víkinga þegar þeir mættu KR-ingum í gær vakti athygli. Færeyingurinn Gunnar Vatnhamar kom inn á miðsvæðið í stað Erlings Agnarssonar sem var fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Breytingin gekk ekki verr en svo að 3-0 sigur vannst gegn KR og er Víkingur áfram með fullt hús stiga og hefur enn ekki fengið á sig mark.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  0 KR

„Hefðiru farið í þessa breytingu á liðsuppstillingu ef Erlingur hefði verið heill?" var spurning sem Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, fékk í dag.

„Þetta er góð spurning, það er aldrei að vita. Erlingur er lykilmaður hjá okkur og það þarf helvíti mikið að gerast svo að hann sé ekki í liðinu hjá manni. Almenni áhugamaðurinn horfir kannski í tölurnar og sér að hann skorar ekkert svakalega mikið né leggur svakalega mikið upp miðað við leikstöðu. En hann er svo hrikalega öflugur leikmaður í mínu kerfi."

„Þetta snerist aðallega um Gunnar, hversu tilbúinn hann væri. Við höfum beðið lengi eftir að fá hafsent sem gæti droppað inn á miðjuna. Maður sá Viktor (Örlyg Andrason) fyrir sér í þessari stöðu en þá hefði maður kannski áhyggjur af varnarleiknum."

„Ég átti gott spjall við landsliðsþjálfara Færeyja sem sannfærði mig um að hann væri tilbúinn í það hlutverk. Þetta kannski svarar samt ekki spurningunni þinni."

„Það var nokkuð ljóst eftir leikinn gegn Fylki að þetta yrði tveggja vikna ferli hjá Erlingi, vonandi verður hann klár fyrir KA leikinn. Þetta gefur okkur frekari möguleika, sem þetta allt snýst um."


Víkingar voru með hefðbundna fjögurra manna varnarlínu og Gunnar var inn á miðsvæðinu. „Þetta heita ekkert leikkerfi í dag, eru bara svæði og stöður í okkar huga. Svo er það bara hversu móttækilegir leikmenn eru fyrir breytingum. Á endanum eru það þeir sem þurfa að gera hlutina inn á vellinum."

„Það tókst mjög vel í gær og menn gátu leyft sér að fagna í gærkvöldi. En svo er það bara einbeiting á leikinn á móti KA sem er annað test. Það er það besta og versta við þessa íþrótt okkar að það má ekki leyfa sér að fagna of lengi, það er alltaf næsti leikur. Þetta 'mini-mót' í apríl og maí er hrikalega mikilvægur tími. Ofan á það eru þessir bikarleikir, sumarið gæti verið búið áður en það byrjaði fyrir fullt af liðum. Maður þarf að halda fullri einbeitingu."


Hvernig líta meiðsli Oliver Ekroth og Davíðs Arnar Atlasonar út?

„Það leit nokkuð vel út. Davíð fékk sem betur fer bara krampa og skiptingin á Oliver var meiri varúðarráðstöfun frekar en einhver alvöru tognun skildist mér. Við munum meta þetta aftur í dag en fréttirnar voru ánægjulegar eftir leik í gær. Ég vona að þeir verði klárir í leikinn gegn KA á laugardaginn. Ég hafði áhyggjur strax eftir leik, þú vilt ekki sjá leikmenn halda utan um lærið í miðjum leik."

„Davíð er búinn að vera mjög flottur fyrir okkur núna eftir að hann kom inn í liðið aftur. Þetta er búið að vera erfitt fyrir hann síðustu tvö ár út af meiðslum. En hann er búinn að vera flottur liðsmaður þegar hann hefur verið frá, ekkert vælt og skælt og bara áfram gakk hjá honum. Það er þvílíkt Víkingshjarta í honum núna."

„Oliver er svo einn af þessum 'core' leikmönnum sem við megum síst missa,"
sagði Arnar að lokum. Hér að neðan má nálgast viðtal við Arnar sem tekið var eftir leikinn í gær sem og viðtal við Kára Árnason þar sem rætt var við hann um kaupin á Gunnari.
Arnar Gunnlaugs: Ég hefði alveg keypt þessa byrjun
Kári Árnason - Hareide, KR og Gunnar Vatnhamar
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner