Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   mið 25. ágúst 2021 11:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ekki sami hraði í leiknum í kvöld - „Við verðum að sækja þrjú stig"
Greifavöllur vökvaður.
Greifavöllur vökvaður.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
KA mætir í kvöld Breiðabliki í toppbaráttuslag á Greifavellinum í Pepsi Max-deildinni. Breiðablik getur með sigri skellt sér á topp deildarinnar og á sama tíma þarf KA að vinna til að eiga raunhæfa möguleika á Evrópusæti.

Þeir Alexander Helgi Sigurðarson og Viktor Örn Margeirsson taka út leikbann hjá Blikum og Dusan Brkovic, miðvörður KA, tekur út sinn seinni leik í banni. Liðin mættust á laugardaginn á Kópavogsvelli og voru þjálfarar liðanna spurðir út í leikinn í kvöld í viðtölum eftir leikinn.

Verður þetta allt öðruvísi leikur á Greifavelli?

„Það verður ekki sami hraði í þeim leik því völlurinn bara býður ekki upp á það. Við erum núna komnir aðeins aftur fyrir, við þurfum að sækja þrjú stig," sagði Arnar Grétarsson, þjálfari KA.

„Blikarnir þurfa þrjú stig því þeir vilja vinna dollunni. Við viljum koma okkur aftur inn í þá baráttu, með þremur stigum erum við ekkert alltof langt í burtu. Við verðum að sækja þrjú stig ef við ætlum að blanda okkur eitthvað í baráttuna um Evrópudrauminn," sagði Arnar.

„Ég hef svo sem ekki komið norður í sumar, við spiluðum þarna í fyrra og völlurinn var ekki góður," sagði Halldór Árnason, aðstoðarþjálfari Breiðabliks.

„Við reynum alltaf að spila fótbolta en auðvitað hefur það áhrif þegar boltinn rúllar ekki eins og á sléttu gervigrasi og skoppar kannski í kálfa eða hné þegar menn senda beinar innanfótarsendingar. Ég hef enga trú á að þetta verði einhver háloftabolti en gæðin munu kannski 'suffera' á þessum velli," sagði Halldór.
„Samkvæmt áreiðanlegum heimildum frá sjónvarpsmönnum var þetta klárt víti"
Dóri Árna: Viktor fær gjörsamlega galið spjald
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner