sun 25. september 2022 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Þjóðadeildin í dag - Úrslitaleikur í Hollandi
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Síðasta umferð Þjóðadeildarinnar fer fram í kvöld þar sem fjórir leikir eru á dagskrá í A-deild.


Þar getur Króatía tryggt sér efsta sæti með sigri á útivelli gegn botnliði Austurríkis í riðli 1. Mikið er undir þar sem Austurríkismenn þurfa sigur til að eiga möguleika á að sleppa við fall niður í B-deildina.

Danir eru í öðru sæti, einu stigi eftir Króötum, en eiga erfiðan heimaleik við Frakkland. Heimsmeistararnir eru þó aðeins búnir að krækja sér í fimm stig úr fimm leikjum hingað til.

Holland og Belgía eigast þá við í úrslitaleik í riðli 4 þar sem Belgar þurfa að vinna með þriggja marka mun eða meira til að hirða toppsætið. Holland vann fyrri leikinn 1-4 í Belgíu og því ansi þung þraut framundan fyrir Belga.

Wales og Pólland eigast þá við í úrslitaleik í fallbaráttunni. Wales þarf sigur á meðan Pólverjum nægir jafntefli til að bjarga sér.

Þjóðadeildin - A:
18:45 Austurríki - Króatía
18:45 Danmörk - Frakkland
18:45 Holland - Belgía
18:45 Wales - Pólland

Þá eru einnig leikir á dagskrá í C- og D-deildunum. Í C-deild eru Tyrkland og Kasakstan búin að vinna sína riðla fyrir lokaumferðina og fara því upp í B-deildina.

Litháen og Hvíta-Rússland enda á botni sinna riðla og þurfa að sigra umspilsleik til að halda sæti sínu í C-deild. Færeyjar, Lúxemborg og Aserbaídsjan eru meðal C-deildarliða.

Að lokum eru Lettland og Moldóva í baráttu um toppsætið í D-deildinni. Lettar verma toppsætið sem stendur en eru aðeins með tveggja stiga forystu fyrir lokaumferðina.

Þjóðadeildin - C:
16:00 Slóvakía - Hvíta Rússland
16:00 Aserbaídsjan - Kasakstan
18:45 Færeyjar - Tyrkland
18:45 Lúxemborg - Litháen

Þjóðadeildin - D:
13:00 Andorra - Lettland
13:00 Moldóva - Liechtenstein


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner