Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
   þri 25. október 2022 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Æskuvinirnir af Skaganum undrabörn í nýja Football Manager
Hákon Arnar og Ísak Bergmann.
Hákon Arnar og Ísak Bergmann.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru tveir Íslendingar á meðal „undrabarna" í Football Manager 2023 tölvuleiknum - líkt og það var í síðustu útgáfu leiksins.

Nýjasta útgáfan af tölvuleiknum vinsæla kemur út 8. nóvember næstkomandi. Svokölluð Beta útgáfa leiksins er komin út núna og geta þau sem forpöntuðu leikinn spilað hann núna.

Í leiknum setur spilarinn sig í spor knattspyrnustjóra í hinum stóra heimi fótboltans. Leikurinn er mjög ítarlegur og kafað er djúpt ofan í hlutina.

Vefsíðan FM Scout hefur gefið út út lista yfir „undrabörnin (e. wonderkids)" í leiknum. Það eru leikmenn sem eru mjög efnilegir og geta orðið mjög góðir þegar líður á.

Báðir Íslendingarnir sem eru á þessum lista koma af Skaganum. Það eru Ísak Bergmann Jóhannesson og Hákon Arnar Haraldsson. Þetta er þriðja árið í röð sem Ísak kemst á þennan lista en hann hefur verið gríðarlega góður í leiknum síðustu árin.

Með honum á listanum er Hákon Arnar Haraldsson, góðvinur hans. Þeir eru svipað góðir í leiknum og er ekki heimskulegt að kaupa þá í sín lið.

Þeir fá báðir 80 í einkunn en það ætti að duga þeim til þess að verða frábærir leikmenn fyrir félög í ensku úrvalsdeildinni..

Hákon Arnar og Ísak Bergmann spila báðir með FC Kaupmannahöfn Í Danmörku.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner