Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
   þri 25. október 2022 21:40
Brynjar Ingi Erluson
Championship: Jói Berg hjálpaði Burnley að komast í toppsætið
Jóhann Berg Guðmundsson og félagar hans í Burnley eru komnir á toppinn í ensku B-deildinni eftir að hafa unnið góðan 1-0 sigur á Norwich í kvöld.

Íslenski landsliðsmaðurinn var í byrjunarliði Burnley í kvöld og átti heldur betur stóran þátt í sigrinum.

Hann kom í veg fyrir að Todd Cantwell, leikmaður Norwich, myndi koma liðinu yfir í síðari hálfleiknum en Jóhann Berg fleygði sér fyrir skot Cantwell og bjargaði marki.

Jóhann fór af velli á 64. mínútu leiksins og átta mínútum síðar kom sigurmarkið úr vítaspyrnu. Jay Rodriguez skoraði úr spyrnunni og tryggði Burnley sigurinn.

Burnley er á toppnum með 32 stig eftir sautján leiki. Coventry og Rotherham gerðu þá 2-2 jafntefli fyrr í kvöld.

Úrslit og markaskorarar:

Coventry 2 - 2 Rotherham
0-1 Cohen Bramall ('43 )
1-1 Gustavo Hamer ('76 )
1-2 Conor Washington ('79 )
2-2 Viktor Gyokeres ('90 , víti)

Burnley 1 - 0 Norwich
1-0 Jay Rodriguez ('82 , víti)
Athugasemdir
banner
banner
banner