Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
   þri 25. október 2022 23:19
Brynjar Ingi Erluson
Corberan tekur við WBA (Staðfest)
Spænski þjálfarinn Carlos Corberan skrifaði í dag undir tveggja og hálfs árs samning við enska B-deildarfélagið West Bromwich Albion en þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Steve Bruce var látinn taka poka sinna á dögunum eftir slakan árangur í byrjun tímabilsins og situr liðið nú í 23. sæti B-deildarinnar eftir sextán leiki.

WBA ræddi við nokkra þjálfara um að taka við stöðunni en félagið hefur nú fundið arftaka Bruce.

Carlos Corberan skrifaði í dag undir tveggja og hálfs árs samning við félagið og stýrði hann sinni fyrstu æfingu í dag.

Corberan kom Huddersfield Town í umspil um sæti í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og hætti síðan með liðið um sumarið til að taka við gríska meistaraliðinu Olympiakos.

Það ævintýri fór ekki vel hjá honum og var hann rekinn innan við tveimur mánuðum eftir að hann tók við. Nú er hann mættur aftur í B-deildina og fær það verðuga verkefni að koma WBA upp töfluna.
Athugasemdir
banner