Ísak Snær Þorvaldsson í Breiðabliki var valinn leikmaður ársins 2022 í Bestu deild karla af Fótbolta.net en valið var opinberað á laugardaginn.
Guðmundur Magnússon, sóknarmaður Fram, var valinn í lið ársins og var hann gestur í Innkastinu í dag. Hann sagði þar að Dagur Dan Þórhallsson hefði fengið sitt atkvæði í kjörinu á besta leikmanninum.
Guðmundur Magnússon, sóknarmaður Fram, var valinn í lið ársins og var hann gestur í Innkastinu í dag. Hann sagði þar að Dagur Dan Þórhallsson hefði fengið sitt atkvæði í kjörinu á besta leikmanninum.
„Ísak hefur verið geggjaður og er flottur. En mitt mat, þó ég sé búinn að vera í samkeppni við Ísak varðandi mörkin, þá finnst mér heilt yfir að Dagur Dan hafi verið bestur. Nökkvi er líka geggjaður," segir Guðmundur.
„Dagur hefur verið að leysa allar stöður á vellinum og gerir það upp á að minnsta kosti 8 í hverjum leik. Svo er hann að skora, taka hlaup til baka þegar menn eru sloppnir í gegn. Hann er með fleiri vopn í vopnabúrinu sem telja og mitt mat er að hann hafi verið bestur."
Í Innkastinu var opinberað að Dagur og Nökkvi hefðu einmitt einnig komið sterklega til greina í valinu á besta leikmanninum.
Athugasemdir