Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
   þri 25. október 2022 23:39
Brynjar Ingi Erluson
Haller fær að æfa hjá Ajax
Sebastien Haller, leikmaður Borussia Dortmund, æfir þessa dagana með hollenska liðinu AJax, en hann er enn að ganga í gegnum endurhæfingu eftir að hafa greinst með æxli í eistum fyrr í sumar.

Dortmund keypti Haller frá Aja fyrir um það bil 30 milljónir evra í sumar en hann á enn eftir að spila sinn fyrsta leik fyrir þýska félagið.

Haller veiktist skyndilega í æfingabúðum með Dortmund í sumar og kom þá í ljós eftir skoðun að hann væri með æxli í eistum. Þá var ljóst að þá tæki við langt og strangt endurhæfingaferli.

Fílabeinsstrendingurinn fór undir hnífinn og lét fjarlægja æxlið og fór í kjölfarið í lyfjameðferð. Hann er í endurhæfingu í Amsterdam og er nú byrjaður að æfa fótbolta á ný.

Hann fékk leyfi frá Dortmund til að æfa með Ajax á meðan hann klárar endurhæfinguna.

„Hann spurði okkur hvort hann mætti koma og æfa því hann er í endurhæfingu hér. Það er auðvitað frábært að hann geti verið hér í einhvern tíma. Hann gat æft á öðrum velli til að hjálpa við bataferlið," sagði Alfred Schreuder, þjálfari Ajax.
Athugasemdir
banner
banner
banner