Íslenski framherjinn Jón Daði Böðvarsson skoraði sigurmark Bolton Wanderers í 2-1 sigri á Burton í ensku C-deildinni í kvöld.
Jón Daði byrjaði á tréverkinu hjá Bolton í dag en kom inná á 74. mínútu er Bolton var 1-0 undir.
Amadou Bakayoko jafnaði metin þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum og þegar tæpar átta mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma tryggði Jón Daði sigurinn.
Bolton fékk hornspyrnu og komu leikmenn Bolton boltanum á markið en eftir smá darraðadans datt boltinn fyrir Jón Daða í teignum og skaut hann föstu skoti í netið. Annað mark hans á tímabilinu.
Fagnaðarlætin gríðarleg á heimavelli Bolton og liðið nú í 5. sæti ensku C-deildarinnar með 27 stig.
Goooaaaalllll!! @jondadi scores to make it 2-1 #bwfc pic.twitter.com/D45dyrlW95
— BWFCBWFC (@bwfcbwfc) October 25, 2022
Athugasemdir