Ekkert úrvalsdeildarlið hefur klikkað oftar á vítapunktinum en Manchester City frá því Pep Guardiola tók við liðinu fyrir sex árum en liðið hefur klikkað 25 sinnum af punktinum á þessum tíma.
Riyad Mahrez var settur á punktinn annan leikinn í röð en Kamil Grabara varði frá honum í markalausa jafnteflinu gegn FCK í síðustu umferð og í þetta sinn var það Gregor Kobel sem varði frá honum.
Þetta var 25. sinn sem Man City klikkar á víti í stjóratíð Guardiola og fjórða sinn sem Mahrez gerir það.
Á þessum sex árum hefur enginn klikkað oftar en Sergio Aguero en hann gerði það átta sinnum.
Man City hefur fengið 80 vítaspyrnur síðan Guardiola tók við og er liðið með slökustu tölfræðina af öllum ensku úrvalsdeildarliðunum en Guardiola koma inná það í viðtalinu eftir leik að þetta væri atriði sem liðið þyrfti að bæta og sérstaklega í keppni eins og Meistaradeildinni þar sem litlu atriðin skipta miklu máli.
Manchester City have missed 25 of the 80 penalties they've been awarded under Pep Guardiola (excluding shootouts).
— Squawka (@Squawka) October 25, 2022
It's the worse record out of any Premier Club during that time. 🫣 pic.twitter.com/wYc1FLZToB
Athugasemdir