Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
   þri 25. október 2022 16:02
Elvar Geir Magnússon
Marklínutæknin biluð í Portúgal
UEFA hefur staðfest að leikur Benfica og Juventus í Meistaradeildinni verður spilaður án þess að marklínutæknin verði notuð.

Marklínutæknin á Estadio da Luz er biluð og það gefst ekki tími til viðgerða fyrir leikinn sem hefst klukkan 19 í kvöld.

UEFA hefur því gefið grænt ljós á að marklínutæknin verði ekki notuð við umræddan leik.

Það er mikið í húfi í leiknum í kvöld. Benfica kemst í útsláttarkeppnina ef liðið forðast tap og þá eru möguleikar Juventus á að komast áfram farnir. Juventus þarf að vinna báða leiki sína í þeirri von að komast áfram.

H-riðill
19:00 PSG - Maccabi Haifa
19:00 Benfica - Juventus

1. PSG 8 stig
2. Benfica 8 stig
3. Juventus 3 stig
4. Maccabi Haifa 3 stig
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner