Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
banner
   þri 25. október 2022 22:01
Brynjar Ingi Erluson
Potter: Þeir sýndu mikið hugrekki
Graham Potter
Graham Potter
Mynd: EPA
Chelsea mun spila í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu eftir að hafa unnið Salzburg, 2-1, í kvöld, en Graham Potter, stjóri liðsins, var í skýjunum með frammistöðuna.

Enska liðið skoraði tvö glæsileg mörk í leiknum. Fyrst skoraði Mateo Kovacic frábært mark fyrir utan teig með laglegu vinstri fótar skoti og þá var mark Kai Havertz ekki síðra.

Hann lét einnig vaða fyrir utan teig en boltinn fór í slá og inn. Chelsea er því búið að tryggja farseðilinn í 16-liða úrslit en Potter hrósaði bæði Kovacic og Havertz fyrir mörk kvöldsins.

„Ég er í skýjunum. Þetta var frábær frammistaða frá leikmönunum. Þeir sýndu mikið hugrekki í þessu andrúmslofti og pressunni sem Salzburg setti á okkur."

„Við sköpuðum okkur færi og hefðum getað verið meira en einu marki yfir í hálfleik, en það þarf bara ein mistök eða eina ákvörðun og manni er refsað á þessu stigi. Þetta var annars glæsilegt mark hjá Kai og við áttum skilið að vinna."

„Það gerir starf mitt mun auðveldara þegar þeir geta gert þetta. Ég er ánægður fyrir þeirra hönd,"
sagði Potter.
Athugasemdir
banner
banner