Spænski þjálfarinn Quique Setien er tekinn við liði Villarreal og gerir samning til 2024. Þetta kemur fram í tilkynningu frá spænska félaginu í kvöld.
Unai Emery hætti með liðið í gær og tók við Aston Villa en Emery stýrði liðinu til sigurs í Evrópudeildinni árið 2020 og komst svo í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð.
Aston Villa borgaði riftunarákvæði Emery sem skrifaði svo undir samning hjá enska félaginu.
Villarreal var ekki lengi að finna arftaka hans en Quique Setien er tekinn við liðinu og gerir samning til 2024.
Setien hefur þjálfað lið á borð við Real Betis, Las Palmas og auðvitað Barcelona. Hann tók Börsungum í janúar fyrir tveimur árum en var rekinn í ágúst sama ár eftir 8-2 tapið gegn Bayern München í Meistaradeildinni.
Welcome to Villarreal, @QSetien 💛.
— Villarreal CF English (@VillarrealCFen) October 25, 2022
The Cantabrian coach joins on a deal until the end of the 2023/24 season.
Athugasemdir