Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
banner
   þri 25. október 2022 13:53
Elvar Geir Magnússon
Þetta er í húfi í leikjum dagsins í Meistaradeild Evrópu
Chelsea tryggir sér sæti í 16-liða úrslitum ef liðið nær að vinna Salzburg.
Chelsea tryggir sér sæti í 16-liða úrslitum ef liðið nær að vinna Salzburg.
Mynd: EPA
Dortmund mætir Manchester City í kvöld.
Dortmund mætir Manchester City í kvöld.
Mynd: EPA
Næst síðasta umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu fer fram þessa vikuna en í dag og í kvöld verður spilað í E-H riðlum keppninnar. Hér má sjá samantekt af því sem er í húfi fyrir leiki dagsins.

Tvö efstu lið hvers riðils komast áfram í útsláttarkeppnina en liðið í þriðja sæti færist niður í Evrópudeildina.

E-riðill
16:45 Salzburg - Chelsea
19:00 Dinamo Zagreb - Milan

1. Chelsea 7 stig
2. Salzburg 6 stig
3. AC Milan 4 stig
4. Dinamo Zagreb 4 stig

Chelsea tryggir sér sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar með sigri í Austurríki eða með jafntefli ef AC Milan vinnur Dinamo Zagreb. Salzburg tryggir sér sæti áfram með sigri ef AC Milan vinnur ekki.

F-riðill
19:00 Celtic - Shakhtar D
19:00 RB Leipzig - Real Madrid

1. Real Madrid 10 stig (komið áfram)
2. RB Leipzig 6 stig
3. Shaktar Donetsk 5 stig
4. Celtic 1 stig (þegar úr leik)

RB Leipzig kemst í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar með sigri gegn Madrídarliðinu ef Shaktar tapar fyrir Celtic. Skotlandsmeistararnir verða að vinna til að halda í vonina um að komast í Evrópudeildina.

G-riðill
16:45 Sevilla - FCK
19:00 Dortmund - Man City

1. Man City 10 stig (komið áfram)
2. Dortmund 7 stig
3. Sevilla 2 stig
4. FCK 2 stig

Dortmund tryggir sér sæti með því að vinna City. Jafntefli dugar þýska liðinu ef FCK vinnur ekki Sevilla. Þýska liðið gæti verið komið áfram fyrir leik kvöldsins, ef hinn leikurinn endar með jafntefli.

H-riðill
19:00 PSG - Maccabi Haifa
19:00 Benfica - Juventus

1. PSG 8 stig
2. Benfica 8 stig
3. Juventus 3 stig
4. Maccabi Haifa 3 stig

Benfica og PSG vita það að með sigri í sínum leikjum tryggja þau sér áframhaldandi þátttöku. Ef báðir leikir enda með jafntefli fara liðin tvö einnig áfram. Juventus þarf að vinna báða leiki sína í þeirri von um að komast áfram.
Athugasemdir
banner
banner
banner