Kvennalið Arsenal hefur farið gríðarlega vel af stað á þessari leiktíð og er liðið sem stendur á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir fjóra leiki spilaða.
Arsenal er með fullt hús stiga, rétt eins og Manchester United sem er í öðru sæti.
Arsenal er núna fyrsta liðið í sögu deildarinnar sem hefur unnið tíu leiki í röð án þess að fá á sig mark. Liðið endaði síðustu leiktíð ótrúlega vel og er að byrja þessa gífurlega vel.
Skytturnar hafa skorað ellefu mörk í fyrstu fjórum leikjum tímabilsins og ekki enn fengið á sig mark.
Arsenal hafnaði í öðru sæti deildarinnar á síðustu leiktíð og stefnir eflaust á að vinna hana núna.
Arsenal are the first side in Women's Super League history to win 10 consecutive matches without conceding.
— SPORTbible (@sportbible) October 24, 2022
✅ 0-3
✅ 0-5
✅ 0-3
✅ 7-0
✅ 3-0
✅ 0-2
✅ 4-0
✅ 4-0
✅ 0-1
✅ 0-2
Incredible 👏 pic.twitter.com/29WyhFcVLq
Athugasemdir