Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
   þri 25. október 2022 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vilja losna við Kessie strax í janúar
Barcelona er strax farið að íhuga það að láta miðjumanninn Franck Kessie fara í janúar.

El Nacional á Spáni segir frá þessum tíðindum.

Þetta er býsna athyglisvert í ljósi þess að Kessie var fenginn til Barcelona í sumar. Hann var fenginn á frjálsri sölu frá AC Milan og fékk hann ansi góðan launapakka hjá Börsungum.

Þetta var ekkert sérlega planað - að því virðist vera - því núna eru sögur þess efnis að Barcelona sé að hugsa um það að losna við leikmanninn strax í janúar.

Kessie er aftarlega í goggunarröðinni á miðsvæðinu og félagið vill losna við hann af launaskrá.

Ekki skrítið að Barcelona sé í svona fjárhagsrugli þegar svona ákvarðanir eru teknar. Ekki fyrsta mjög svo heimskulega ákvörðunin sem félagið tekur á síðustu árum.
Athugasemdir
banner
banner