West Brom vill ráða Spánverjann Carlos Corberan til þess að taka við liðinu af Steve Bruce.
Bruce var rekinn úr stjórastól West Brom fyrir um tveimur vikum síðan eftir erfiða byrjun á tímabilinu.
Bruce var rekinn úr stjórastól West Brom fyrir um tveimur vikum síðan eftir erfiða byrjun á tímabilinu.
Corberan, sem er fyrrum aðstoðarmaður Marcelo Bielsa, stýrði Huddersfield í úrslitaleik umspilsins í Championship-deildinni á síðustu leiktíð en liðið tapaði þar gegn Nottingham Forest.
Hann ákvað að stíga til hliðar hjá Huddersfield að tímabilinu loknu og var þá ráðinn til Olympiakos í Grikklandi. Hann var hins vegar rekinn þaðan eftir aðeins ellefu leiki.
Báðir aðilar eru spenntir fyrir samstarfi, en það á enn eftir að ná samkomulagi.
West Brom hefur byrjað tímabilið skelfilega og er bara með tvo sigra úr 16 leikjum í næst neðsta sæti Championship-deildarinnar.
Athugasemdir