Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   fös 25. október 2024 14:14
Hafliði Breiðfjörð
Fram mætir í sérstökum búningum - Leikmenn Fram og KA borga sig inn
Fred í búningnum fallega.
Fred í búningnum fallega.
Mynd: Fram
Mynd: Fram
Fram og KA mætast í lokaumferð Bestu-deildar karla klukkan 14:00 á morgun en leikið er á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal.

Leikurinn er jafnframt styrktarleikur fyrir Ljósið, stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þeirra.

Í samstarfi við hönnuðinn Gunna Hilmars og Errea, hefur Fram skapað einstakan búning sem endurspeglar samstöðu, styrk og sköpun. Búningurinn er meira en einfaldur keppnisfatnaður – hann er hluti af þessu sérstaka styrktarverkefni sem tileinkað er Ljósinu. Leikmenn Fram munu klæðast búningnum í leiknum gegn KA.

Treyjan er fáanleg í takmörkuðu upplagi og er til sölu í íþróttamiðstöð Fram í Úlfarsárdal, í verslun Errea í Bæjarlind 14 og í vefverslun Errea.

Andvirði treyjusölu og aðgangseyrir leiksins renna til Ljóssins, til styrktar þeirri mikilvægu starfsemi sem þar fer fram. Treyjuna verður að sjálfsögðu líka hægt að kaupa á leiknum.

Framarar hvetja stuðningsmenn sína og aðra fótboltaáhugamenn og velunnara Ljóssins til að fjölmenna á leikinn á laugardaginn. Markmiðið er að fá yfir 1000 áhorfendur á á leikinn og helst að fylla stúkuna. Leikmenn Fram og KA hafa ákveðið að styrkja þetta góða málefni og munu þeir allir greiða aðgangseyri á leikinn.

Miðar á leikinn eru seldir hér

Þeir sem ekki komast á leikinn en vilja styrkja málefnið geta gert það í gegnum Stubb.
Fyrir þá sem vilja gerast Ljósavinir er hægt að skrá sig hér.

Sjáumst á laugardaginn á Lambhagavellinum og klárum þetta tímabil með stæl!


Athugasemdir
banner
banner
banner