Það fóru fjórir leikir fram í enska boltanum í dag og hefur Sky Sports gefið leikmönnum úr öllum leikjum nema einum einkunnir fyrir sín framlög.
Lisandro Martínez, Bobby Decordova-Reid og Lucas Paquetá skáru framúr, þar sem Martínez gerði eina mark leiksins í sigri Manchester United á útivelli gegn Fulham.
Martínez er eini leikmaður vallarins sem fær 8 í einkunn fyrir sinn þátt.
Bobby Decordova-Reid fær einnig 8 í einkunn eftir frábæran sigur hjá Leicester á útivelli gegn Tottenham. Hann var þó ekki eina áttan í sigurliðinu, því Jakub Stolarczyk, Boubakary Soumaré, Bilal El Khannouss og Jamie Vardy fengu einnig áttur í sigrinum.
Rodrigo Bentancur var verstur á vellinum með fimmu.
Að lokum fékk Paquetá einnig áttu í jafntefli West Ham á útivelli gegn Aston Villa. Það voru margar sjöur í báðum liðum en engin önnur átta.
Vinstri bakvörðurinn Lucas Digne neyddist til að færa sig í miðvarðarstöðuna og var versti leikmaður vallarins hjá Sky Sports með 5 í einkunn.
Fulham: Leno (6), Castagne (6), Andersen (7), Bassey (6), Robinson (6), Berge (7), Lukic (7), Wilson (6), Smith Rowe (6), Iwobi (6), Jimenez (6).
Varamenn: Traore (7), Muniz (5), Cairney (6), Pereira (6)
Man Utd: Onana (7), De Ligt (6), Maguire (7), Martinez (8), Mazraoui (6), Ugarte (6), Fernandes (6), Dalot (6), Amad (6), Garnacho (7), Hojlund (5).
Varamenn: Zirkzee (6), Yoro (6), Collyer (8), Malacia (6), Mainoo (6).
Tottenham: Kinsky (6), Porro (6), Dragusin (6), Davies (6), Gray (6), Bergvall (6), Bentancur (5), Sarr (6), Kulusevski (6), Richarlison (7), Son (6).
Varamenn: Moore (6), Reguilon (6), Lankshear (6).
Leicester: Stolarczyk (8), Justin (7), Vestergaard (7), Faes (7), Kristiansen, (7) Winks (7), Soumare (8), El Khannouss (8), De Cordova-Reid (8), Ayew (7), Vardy (8).
Aston Villa: Martinez (6), Cash (6), Konsa (7), Mings (7), Digne (5), Ramsey (6), Kamara (7), Tielemans (7), Bailey (6), Rogers (6), Watkins (7).
Varamenn: Maatsen (6), Malen (6), Duran (6), Buendia (6), McGinn (6).
West Ham: Areola (6), Coufal (6), Wan-Bissaka (7), Kilman (7), Cresswell (7), Emerson (7), Alvarez (7), Soucek (7), Soler (6), Paqueta (8), Kudus (7).
Varamenn: Ings (6), Scarles (6)
Athugasemdir